Roma tapaði stigum

Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða.