Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og jafnan um helgar. Dagskráin hefst á spænska boltanum, þá verður stórleikur í NBA deildinni og svo verður bein útsending frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld.
Sýn kl 14:50. Spænski boltinn.
Bein útsending frá leik Getafe og Real Zaragoza í spænska boltanum.
Sýn kl 16:50. Spænski boltinn.
Bein útsending frá leik Celta Vigo og Real Madrid í spænska boltanum. Hvað gera stjörnurnar í Real á lokasprettinum?
Sýn kl 18:55. NBA körfuboltinn.
Útsending frá leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks í NBA körfuboltanum. Þessi lið eru þau skemmtilegustu sem af er vetrar og Dallas hefur verið á gríðarlegri siglingu eftir áramót.
Sýn kl 21:20. PGA mótaröðin í gofi
Útsending frá lokadegi á opna Houston mótinu á PGA mótaröðinni í golfi. Ástralinn Stuart Appleby á titil að verja en í fyrra sáust mörg góð skor. Ýmsir þekktir kylfingar hafa byrjað árið vel á mótaröðinni eins og Tiger Woods, Vijay Singh, Ernie Els, Charles Howell III og Henrik Stenson.