Els í forystu á Heritage mótinu 14. apríl 2007 16:48 NordicPhotos/GettyImages Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Jerry Kelly sem var í forystu eftir fyrsta hring á 6 höggum undir parinu, lék annan hringinn í gær á einu höggi undir pari og vermir annað sæti. Hann byrjaði illa í gær með því að fá skolla á fyrstu tveimur holunum en átti góða endurkomu og var um tíma á samtals 10 höggum undir pari. Zach Jonson sem vann óvæntan sigur á Masters mótinu um síðustu helgi gekk ágætlega í gær og fór hringinn á þremur höggum undir pari. Hann er í 13. sæti ásamt níu öðrum kylfingum á samtals fjórum höggum undiar pari. En maður gærdagsins, Erni Els, hefur aðeins fengið einn skolla á báðum hringjunum. Hann sigldi fram úr efstu mönnum á stuttum kafla í gær þegar hann fékk fjóra fugla á fimm holum og lauk hringnum í gær á 6 höggum undir pari, rétt eins og fyrsta daginn og er því samtals á 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kelly. Til að undirstrika glæsilegan árangur Els til þessa á mótinu þá er hann aðeins einu höggi frá meti sem Jack Nicklaus setti árið 1975 sem lék fyrstu 36 holurnar á þessum velli á 13 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira