Fótbolti

Vieri sneri aftur í gær

Vieri hefur farið víða á knattspyrnuferlinum
Vieri hefur farið víða á knattspyrnuferlinum NordicPhotos/GettyImages

Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006.

"Það var gott að fá að spila aftur og ég verð að þakka félögum mínum í liðinu. Þeir hafa gert mér lífið auðveldara á meðan ég glímdi við meiðslin. Það var mjög erfitt að geta aðeins æft í sal í heilt ár og fyrr eða síðar hlýt ég að fara að skora mörk á ný," sagði Vieri.

Hann gekk til liðs við Sampdoria eftir að hann fór frá Mónakó á sínum tíma, en hann er aðeins með lágmarkssamning hjá liðinu en fær þess í stað ríkulegan bónus upp á 100,000 evrur fyrir hvert mark sem hann skorar í A-deildinni. Hinn 33 ára gamli framherji ætti þó ekki að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum, því fáir ef einhverjir knattspyrnumenn hafa verið keyptir og seldir fyrir jafn háar upphæðir á ferlinum og Vieri - sem eitt sinn var dýrasti leikmaður heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×