Fótbolti

Keppinautarnir ánægðir með tap Barcelona

Ramon Calderon, forseti Real Madrid.
Ramon Calderon, forseti Real Madrid. MYND/Getty

Forráðamenn Real Madrid og Sevilla, helstu keppinauta Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn í fótbolta, hafa lýst yfir ánægju sinni með tap liðsins fyrir Villareal í gær. Frank Rijkaard, stjóri Barca, var mjög óánægður með frammistöðu leikmanna sinna fyrir framan markið í gær.

"Þetta tap Barcelona hefur gefið okkur aukin kraft og ég tel að við eigum góða möguleika á að vinna titilinn. Við verðum í baráttunni til enda," segir Ramon Calderon í viðtali við eitt staðarblaðanna í Madríd.

"Endirinn á tímabilinu verður æsispennandi," segir Juande Ramos, þjálfari Sevilla. "Okkar markmið er að vinna alla þá leiki sem við eigum eftir. Ef það tekst er ég viss um að við stöndum uppi sem sigurvegarar. Við erum ekki aðeins í baráttu við Barcelona því Real Madrid og jafnvel Valencia og Zaragoza eru ekki langt undan. Það eru ennþá 21 stig í pottinum og það er að miklu að vinna."

Rijkaard viðurkenndi eftir 2-0 tapið fyrir Villareal í gær hefði verið dýrkeypt. Barcelona er á toppnum með 59 stig, þrátt fyrir tapið, en Sevilla er með 58 stig og Real Madrid 57 stig.

"Þetta tímabil er að reynast okkur mjög erfitt. Þegar við eigum möguleika á að ná ágætu forskoti mistekst okkur að skora og það er dýrt á þessum tímapunkti tímabilsins. Við getum ekki ætlast til að verða meistarar ef við nýtum ekki færin okkar. Öll þessi lið eiga jafna möguleika á titlinum," sagði Rijkaard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×