Heiðar lék á 72 höggum í dag 24. apríl 2007 16:36 Mynd/Stefán Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira