Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka 24. apríl 2007 18:30 Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill. Kosningar 2007 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill.
Kosningar 2007 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira