Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram 26. apríl 2007 14:39 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra. Kosningar 2007 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra.
Kosningar 2007 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira