Viðskipti innlent

Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt.

Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitalan fyrir matvæli lækkar um 0,4 prósent en vísitala fyrir annan iðnað hækkar um 0,5 prósent á sama tíma

Þá hækkar vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands um 0,6 prósent frá fyrri mánuði en fyrir útfluttar afurðir lækkar hún um 0,3 prósent.

Vísitala framleiðsluverð hefur hækkað um 9,5 prósent frá því í mars í fyrra, sjávarafurðir um 14,4 prósent, afurðir stóriðju um 12,2 prósent og matvæli um 5,8 prósent.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×