Viðskipti innlent

FL Group kaupir í Commerzbank

Úr sal verðbréfaviðskipta Commerzbank í Frankfurt
Úr sal verðbréfaviðskipta Commerzbank í Frankfurt MYND/Commerzbank

FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna.

Commerzbank skilaði metafkomu í fyrra sem nam 1.597 milljónum

evra, jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna. Markaðsvirði bankans nemur 24,2 milljörðum evra, 2.100 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá FL Group til Kauphallar Íslands kemur fram að félagið álíti Commerzbank mjög spennandi fjárfestingakost en ákvörðun um kaupin var tekin eftir ítarlega greiningu. FL Group telur sömuleiðis bankann hóflega verðlagðan og að væntingar um sameiningar á evrópskum

bankamarkaði verði að veruleika.

Haft er eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, í tilkynningunni, að bankinn falli vel að fjárfestingarstefnu FL Group og telji félagið að markaðsvirði bankans endurspegli ekki bata sem orðið hafi á starfseminni jafnt innan og utan Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×