Körfuboltaæði í Oakland 28. apríl 2007 18:37 Stemmingin í Oakland í gær var engri lík þegar stuðningsmenn liðsins fögnuðu fyrsta heimasigri liðsins í úrslitakeppni í meira en áratug NordicPhotos/GettyImages Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira