Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu 28. apríl 2007 19:16 NordicPhotos/GettyImages Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira