Viðskipti innlent

Actavis sagt meðal bjóðenda

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis.

Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck rann út í gær. Erlendar fréttaveitur fullyrða að Actavis sé meðal fjögurra fyrirtækja sem skiluðu inn tilboðum. Forsvarsmenn Actavis kveðast ekki geta tjáð sig um viðræðurnar að svo stöddu. Þeir staðfesta hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst.

Actavis staðfestir hins vegar að enn sé áhugi fyrir hendi ef rétt verð gefst. Líklegt þykir að söluverð verði á bilinu fjórir til fimm milljarðar evra. Það nemur um 350 til 440 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×