Bjarni sakar Sigurjón um ósannindi Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2007 11:26 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins." Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sakar Sigurjón Þórðarson, þingmann Frjálslynda flokksins, um að fara með ósannindi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni sendi frá sér í morgun. Hann segir ummæli Sigurjóns um að hann hafi neitað að afhenda gögn vegna umsóknar um ríkisborgararétt hreinan uppspuna. Sigurjón vísar þessu á bug. Von er gögnum vegna þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á kjörtímabilinu síðar í dag. Sigurjón Þórðarson hélt því fram á bloggsíðu sinni að Bjarni og aðrir meðlimir í allsherjarnefnd Alþingis hefðu farið með ósannindi þegar þeir sögðust ekki kannast við tengsl Jónínu Bjartmarz við Luciu Celeste Molina Sierra þegar henni var veittur ríkisborgararéttur. Þá sagði Sigurjón í samtali við fjölmiðla að Bjarni Benediktsson hefði neitað að afhenda honum gögn vegna málsins. Í yfirlýsingu Bjarna er ummælum Sigurjóns vísað á bug. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigurjóni í margar vikur og þaðan af síður fengið frá honum slíka beiðni. Ummæli hans um að aðrir greini rangt frá séu því ekki rétt. Þá segi ennfremur í yfirlýsingunni að Sigurjón vaði í þeirri villu að Bjarni hafi heimildir til að mæla fyrir um aðgang að skjölum og gögnum. Bjarna segist kunnugt um að Sigurjón hafi leitað til þingsins með beiðni um upplýsingar en það erindi fái afgreiðslu hjá skrifstofu þingsins eins og önnur erindi þingmanna á grundvelli gildandi laga og reglna. Að lokum segir Bjarni í yfirlýsingu sinni að það sé vafalaust einsdæmi að þingmaður leggist svo lágt að nafngreina einstaka starfsmenn þingsins og bendla þá við óviðeigandi afgreiðslu erinda. Þingmaðurinn og hans þingflokkur setji niður við slíka framgöngu. Bjarni segist hafa haft frumkvæði að því að nú sé verið að vinna að greiningu og flokkun þeirra erinda sem allsherjarnefnd hefur afgreitt á líðandi kjörtímabili. Þær upplýsingar ættu að vera aðgengilegar síðar í dag segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi sagðist Sigurjón Þórðarson standa við sín orð. Hann segist enn ekki vera búinn að fá þau gögn sem hann óskaði eftir á mánudaginn. „Ég óskaði eftir að fá aðgang að þessum upplýsingum á mánudaginn. Starfsmaður nefndarinnar sagðist ætla að veita mér þennan aðgang að höfðu samráði við Bjarna. Gögnin eru ekki enn komin." Sigurjón gefur lítið fyrir yfirlýsingu Bjarna og segir hann kominn í nauðvörn í málinu. „Hann er kominn í nauðvörn í þessu máli. Hann er farinn að skjóta sér á bak við starfsmenn þingsins."
Kosningar 2007 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira