Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn 2. maí 2007 17:10 De la Hoya gegn Mayweather. Stærsti bardagi ársins er á Sýn á laugardaginn AFP Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina. Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina.
Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira