Ríkisstjórnin rambar í Mannlífskönnun 2. maí 2007 20:35 MYND/Stefán Karlsson Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna." Kosningar 2007 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í maí verða mjög tvísýn ef marka má nýja könnun Mannlífs sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins sem kemur út á morgun. Könnunin nær til alls landsins og samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkur 36 prósent atkvæða og 24 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fengi 10,2 prósent og sjö þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fær 5,8 prósent og nær inn fjórum jöfnunarþingmönnum. Samfylkingin 23,4 prósent og 16 þingmenn. Vinstri hreyfingin-grænt framboð mælist með 17,9 prósent eða 12 þingmenn. Íslandshreyfingin næði ekki inn manni fari úrslit kosninganna á sama veg. Gangi þessi úrslit eftir eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 31 þingmann og stjórnarandstaðan með 32. Könnunin var framkvæmd dagana 20.-23. apríl og svöruðu 3.505 kjósendur spurningunni um hvað þeir myndu kjósa. Í könnuninni er tekið tillit til kyns, aldurs og búsetu svarenda og þau atriði vigtuð til samræmis við upplýsingar Hagstofunnar um dreifingu íbúa um áramótin síðustu. „Þó svo að enn ríki óvissa um úthlutun þingsæta er óvissan mest þegar kemur að úthlutun jöfnunarsæta," segir í tilkynningu frá Mannlífi en í könnuninni er jöfnunarþingmönnum úthlutað. Ennfremur er bent á að örlítil fylgissveifla í einu kjördæmi geti breytt miklu um hvaða frambjóðendur fari inn á þing. Þannig þurfi ákaflega lítið að breytast til þess að jöfnunarsæti fari á milli flokka og kjördæma og að örlítil sveifla í einu kjördæmi geti breytt heildarmyndinni. „Þannig munar ákaflega litlu að Sjálfstæðisflokkur fái síðasta jöfnunarsætið á kostnað Frjálslyndra og þar með að stjórnin haldi velli. En ríkisstjórnin rambar og segja má að úrslit kosninganna ráðist af úthlutun jöfnunarsætanna."
Kosningar 2007 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira