Utah vann nauman sigur á Golden State 8. maí 2007 06:01 Deron Williams fer hér framhjá Baron Davis í leiknum í nótt, en þeir léku báðir mjög vel NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.
NBA Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira