Viðskipti innlent

Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins.

Hreinar vaxtatekjur sparisjóðsins námu 6.714 milljónum króna á tímabilinu sem er 203 prósenta aukning á milli ára.

Eigið fé sparisjóðsins nam 30,5 milljörðum króna í lok fjórðungsins en það er nokkur samdráttur frá áramótum þegar það nam tæpum 34, 8 milljörðum króna.

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, segir afkomuna afar góða, þá næstbestu í 75 ára sögu sparisjóðsins. „Rekstrarhorfur félaga í samstæðu SPRON á árinu erujákvæðar og allar forsendur til þess að rekstur SPRON haldi áfram að dafna," segir hann.

Uppgjör SPRON






Fleiri fréttir

Sjá meira


×