Innlent

Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag

MYND/GVA

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005.

Jónas hélt því fram við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann hefði ekki verið við stýrið þegar slysið varð heldur Matthildur Harðardóttir. Matthildur og sambýlismaður hennar, Friðrik Ásgeir Hermannsson, létust í slysinu en Jónas, kona hans og sonur komust lífs af.

Jónas var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi vegna málsins en það er einn þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi fyrir manndráp af gáleysi. Jónas krefst sýknu í málinu en ákæruvaldið fer fram á þyngri dóm yfir Jónasi en þeim sem hann fékk í héraðsdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×