Menn keppast nú við að bjóða verðlaun til handa þeim sem gefið gæti upplýsingar um hvar Madeleine McCann, fjögurra ára telpan sem rænt var í Portúgal, er niðurkomin. Tvær og hálf milljón punda, eða um 313 milljónir íslenskra króna, eru nú í boði fyrir upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið.
Breska blaðið News of the World hefur ásamt hópi viðskiptajöfra eins og Sir Richard Branson og Philip Green, eiganda Top Shop, hafa í sameiningu boðið eina og hálfa milljón punda og skoski milljarðamæringurinn Stephen Winyard hefur lofað einni milljón punda.
Foreldrar Madeleine, sem enn eru í Portúgal, gáfu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem leitarmenn eru beðnir um að herða róðurinn.
319 milljónir í boði fyrir upplýsingar um Madeleine

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent




Dæla tölvupóstum á ráðherra
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent