Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér 13. maí 2007 02:35 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Kosningar 2007 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar 2007 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira