Vinstri flokkarnir farnir að gæla við Sjálfstæðisflokk 13. maí 2007 17:45 MYND/Valgarður Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það. Kosningar 2007 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Guðni Ágústsson segir að í Silfri Egils í hádeginu í dag hafi komið fram að vinstriflokkarnir virðist báðir vera að gæla við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þvert á fyrri yfirlýsingar. Hann segir að Bjarni Harðarson hafi aðeins verið með merkilegar vangaveltur þegar hann sagðist telja vinstristjórn vera farsælli kost en óbreytt stjórnarmynstur. „Ég held að Bjarni hafi eins og aðrir í þættinum verið með vangaveltur og nokkuð merkilegar vangaveltur útaf fyrir sig," segir Guðni og bætir því við að erfitt geti reynst fyrir ríkisstjórnina að starfa með aðeins einn mann í plús. Guðni segist frekar hafa hoggið eftir viðbrögðum annara sem sátu með Bjarna í þættinum, þeirra Ögmundar Jónassonar og Össurs Skarphéðinssonar. „Þegar Bjarni hafði velt þessu upp kom annað merkilegra í ljós, að Ögmundur og Össur virðast báðir vera á glugganunm hjá Sjálfstæðisflokknum," segir Guðni. „Nú heyrðist mér að þeir útilokuðu ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eins og þeir lýstu svo oft yfir í kosningabaráttunni." Guðni segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem náð hafi að bæta tapið sem hann varð fyrir í kosningunum 2003, hafi nú gríðarlega sterka stöðu. Boltinn sé því hjá Geir Haarde forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn þurfum nú að fara yfir stöðuna með heiðarlegum hætti, jafnt innan flokksins og með Sjálfstæðisflokki." Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir alls endis ótímabært að tjá sig um líkur á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. „Það er allt opið í þeim efnum. Jón Sigurðsson formaður okkar heldur utan um umboð okkar í Framsóknarflokknum. Ég mun því bara bíða og sjá." Aðspurð hvenær hún teldi að niðurstaða fáist um stjórnarmyndun sagði hún ómögulegt að áætla það.
Kosningar 2007 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira