San Antonio í úrslit 31. maí 2007 04:18 Tim Duncan heldur hér á sínum fjórða verðlaunagrip á ferlinum fyrir sigur í Vesturdeildinni, en hann hefur alltaf náð að klára dæmið þegar hann hefur komist í lokaúrslitin NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti