Viðskipti innlent

Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins.

Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili.

Í Vegvísi Landsbankans í dag kemur fram að Evrópuráðið geri ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti á árinu. Þetta er 0,4 prósentustigum minna en Alþjóðabankinn reiknar með að verði í Bandaríkjunum á sama tíma. Gangi spárnar eftir mun hagkerfið í Evrópu vaxa hraðar hraðar en það bandaríska. Slíkt hefur ekki gerst síðan árið 2001, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Vegvísir greiningardeildar Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×