Viðskipti innlent

OMX mælir með tilboði Nasdaq

Kauphöll Íslands, sem hefur verið hluti af OMX-samstæðunni síðan í fyrrahaust.
Kauphöll Íslands, sem hefur verið hluti af OMX-samstæðunni síðan í fyrrahaust.

Stjórn OMX mælir með því við hluthafa í kauphallarsamstæðunni að þeir samþykki yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Tilboðið var lagt fram undir lok maí og hljóðar upp á 3,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 227,9 milljarða íslenskra króna.

Sænska fjármálafyrirtækið Investor AB, Nordea-bankinn, einn stærsti banki Norðurlanda, og Magnus Böcker, forstjóri OMX, eru stærstu hluthafar í OMX sem samanlagðan 16,6 prósenta hlut í samstæðunni. Þeir hafa samþykkt tilboðið gegn ákveðnum skilyrðum, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar, sem heyrir undir OMX-samstæðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×