Cleveland tekið í aðra kennslustund í Texas 11. júní 2007 04:23 Cleveland hefur ekkert svar fundið við frábærum leik Tony Parker til þessa í einvíginu. Hann skoraði 30 stig í nótt og keyrir hér framhjá Daniel Gibson AFP San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
San Antonio tók Cleveland í aðra kennslustundina á nokkrum dögum í nótt þegar liðin mættust öðru sinni í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni. San Antonio vann öruggan 103-92 sigur á heimavelli og leiðir 2-0 í einvíginu. Næstu þrír leikir fara fram í Cleveland, en óvíst er hvort San Antonio þarf að spila fleiri leiki á heimavelli ef svo fer sem horfir. Tony Parker fór fyrir liði San Antonio í nótt með 30 stigum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum, Manu Ginobili skoraði 25 og Tim Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þríeykið magnaða fór sérstaklega á kostum í fyrri hálfleiknum þar sem það skoraði samtals 43 stig - 10 stigum meira en allt Cleveland-liðið til samans. San Antonio leiddi 58-33 í hálfleik og náði mest um 30 stiga forystu í þriðja leikhlutanum. Cleveland náði 24-4 rispu í upphafi fjórða leikhlutans og náði mest að minnka muninn niður í 8 stig, en þá tóku byrjunarliðsmenn San Antonio aftur til sinna ráða og gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigrinum. "Það er oft erfitt að halda 20 stiga forystu, við vissum að þeir næðu smá áhlaupi á einhverjum tímapunkti - þetta er NBA deildin," sagði Tony Parker. Cleveland hitti aðeins úr 40% skota sinna í leiknum og þá var vítanýtingin hörmuleg þar sem tíu slík fóru í súginn. San Antonio nýtti 48% sinna skota og 81% víta sinna. "Mínir menn höfðu ekki þá grimmd sem til þurfti til að vinna þennan leik og það var slæmt að sjá ekki þessa grimmd fyrr en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill. Við þurfum blöndu af grimmd og yfirvegun til að vinna þetta lið og ég kann ekki skýringu á því af hverju við náðum því ekki fram í kvöld," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. LeBron James náði sér aldrei á strik í fyrsta leiknum en var öllu skárri í nótt með 25 stig. Nýliðinn Daniel Gibson skoraði 15 stig, Drew Gooden 13 og Sasha Pavlovic skoraði 10 stig. Cleveland spilar á þriðjudagskvöldið sinn fyrsta heimaleik í lokaúrslitum í sögu félagsins - en verður að spila miklu betur en í fyrstu tveimur leikjunum ef einvígið á ekki að verða stutt og óspennandi. San Antonio keppir að því að verða aðeins fjórða liðið í sögu NBA til að vinna fjóra eða fleiri meistaratitla. Boston hefur unnið 16 titla, LA Lakers 14 og Chicago 6. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira