Viðskipti innlent

Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. Mynd/Pjetur

Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Heildartekjur hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, eru á sama tíma áætlaðar 147,5 milljarðar króna samanborið við 128,3 milljarða króna í fyrra. Tekjuafgangur nam 22,2 milljörðum króna á fjórðungnum sem er tölvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá mældist hún 16,6 milljarðar króna. Þessi hagstæða afkoma skýrist fyrst og fremst af góðri tekjuafkomu ríkissjóðs en tekjuafkoma sveitarfélaganna var einnig viðunandi og mældist 9,4% af tekjum sveitarfélaganna á þessum ársfjórðungi samkvæmt áætlun.

Tekjur ríkisins hækkuðu um 16,8 prósent á milli ára og eru að mestu til komnar vegna skatta á tekjur og hagnað. Stór hluti útgjaldaliðsins, sem hækkaði um 13,7 prósent á milli ára, skrifast á vaxtagjöld og félagslegar tilfærslur til heimila. Þar vegur mestfjárframlög til almannatrygginga og sveitarfélaga, samkvæmt Hagstofunni. Launaútgjöld ríkissjóðs námu 26,1 milljarði króna og kaup á vöru og þjónustu 14,6 milljörðum króna.

Skattar og tryggingagjöld skiluðu ríkissjóði 97,5 milljörðum króna eða rúmlega

89 prósentum af tekjum sínum. Þar af skiluðu skattar á vöru og þjónustu 48,8 milljörðum króna, samkvæmt bráðabirgðatölunum.

Hagtíðindi Hagstofunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×