Nefnd innan Sameinuðu þjóðanna vinnur að smíði lista með 37 af helstu menningar-, og náttúruarfleifðum heims. Lokaval nefndarinnar verður opinbert á fundi í næstu viku. Með þessu framtaki sínu hyggjast Sameinuðu þjóðirnar tryggja til frambúðar vernd og virðingu fyrir verðmætum heimsins.
Þegar hafa borist fimm tillögur frá náttúruverndarsamtökum:
Karst-tindarnir í Suður-Kína
Regnskógarnir á Madagaskar
Jeju-eyjan við Kóreu
Fornir beykiskógar í Slóvakíu og Úkraínu
El Tiede þjóðgarðurinn á Tenerife