Fótbolti

Real Madrid Spánarmeistari

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca.

Á meðan vann Barcelona stórsigur á Gimnastic 1-5 og endaði með jafnmörg stig og Real Madrid, en það dugði ekki til því að Madrid hafði betur vegna innbyrgðis viðureigna. Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Puyol, Ronaldinho og Zambrotta skoruðu eitt hver.

Sevilla tapaði 0-1 fyrir Villareal þar sem Fuentes skoraði mark Villareal. Real Madrid og Barcelona enduðu með 76 stig og þar með er Real Madrid Spánarmeistari 2007. Sevilla endaði í 3. sæti með 71 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×