Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers 19. júní 2007 10:52 Phil Jackson á ekki von á því að Bryant fari frá félaginu í sumar, en það er sannarlega ekki auðvelt að skipta burtu manni sem fær 90 milljónir í laun á næstu fjórum árum NordicPhotos/GettyImages Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira