Fótbolti

AC Milan bregst harðlega við mynd af Kaka

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu eru æfir vegna myndar sem birtist af leikmanni liðsins, Kaka, í spænska dagblaðinu AS um helgina. Kaka sést halda á eintaki af blaðinu með mynd af fagnaðarlátum Real Madrid þegar liðið vann meistaratitilinn á dögunum og þykir Ítölunum þetta vera beinn áróður spænska liðsins til að lokka miðjumanninn til Spánar.

Forráðamenn Milan segja að myndin sé fölsuð og hafi verið tekin fyrir utan knattspyrnumiðstöðina í Milan í apríl síðastliðnum. Á heimasíðu Milan í dag er orðsending félagsins til spænska blaðisins og í henni segir meðal annars að sannað þyki að myndin sé fölsuð og að hún sé ekkert annað en lúalegt bragð blaðsins til að koma leikmanninum úr jafnvægi og að telja stuðningsmönnum trú um að orðrómurinn um sölu hans sé sannur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×