Í dag eru fimmtíu dagar síðan Madeleine McCann var rænt úr sumarleyfisíbúð í Portúgal. Í tilefni af því var gulum blöðrum sleppt í fimmtíu löndum klukkan tíu í morgun.
Fjöldi manns var samankominn á þaki Brimborgar þar sem sleppt var 50 blöðrum til að vekja athygli á leitinni að stúlkunni. Madeleine varð fjögurra ára stuttu eftir að henni var rænt í Praia da Luz þann þriðja maí síðastliðinn.
Ekkert hefur spurst til hennar síðan og hafa lögregluyfirvöld í Portúgal verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins. Verðlaunafé hefur verið heitið þeim sem getur leitt til þess að stúlkan finnist og hefur fjöldi þekktra einstaklinga lagt herferðinni lið.
Fimmtíu dagar liðnir frá hvarfi Madeleine
Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



