Kirilenko beðinn að taka sig saman í andlitinu 23. júní 2007 20:15 Forráðamenn Utah Jazz eru orðnir leiðir á vandræðum Kirilenko, en sitja væntanlega uppi með hann næstu árin NordicPhotos/GettyImages Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni. NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, hefur farið þess á leit við framherjann Andrei Kirilenko að hann hætti að væla og fari að spila eins og maður. Kirilenko olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og Miller upplýsti áhugaverða hluti um Rússann í útvarpsviðtali á dögunum. Miller er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar leikmenn liðsins eru annars vegar - ekki síst þegar kemur að mönnum sem honum þykir ekki vera að vinna fyrir kaupinu sínu. Kirilenko er launahæsti leikmaður Jazz, en þessi fyrrum stjörnuleikmaður var skugginn af sjálfum sér á síðustu leiktíð og fyllti mælinn hjá mörgum af stuðningsmönnum liðsins þegar hann brast í grát eftir leik gegn Houston í úrslitakeppninni. Miller upplýsti í útvarpsviðtali á dögunum að fyrir nokkrum árum hefði Dallas boðið Utah hvaða leikmann sem var í skiptum fyrir Kirilenko. Þá spiluðu þar menn á borð við verðmætustu leikmenn NBA síðustu þriggja ára - Steve Nash og Dirk Nowitzki. Miller segir að ef honum yrðu boðin álíka skipti í dag, myndi hann líklega þiggja þau. "Það er engin brunaútsala í gangi hjá okkur varðandi Andrei, en ef við finndum lið sem myndi henta honum betur sem gæti boðið okkur eitthvað sem hentar okkur betur - myndum við klárlega skoða það," sagði Miller og hafði skilaboð til Kirilenko í sama viðtali. "Ég vildi óska að hann myndi bara þroskast og fara að spila eins og hann gerði hér áður," sagði Miller. Kirilenko á inni 63 milljónir dollara hjá Utah næstu fjögur árin en á síðasta tímabili skoraði hann aðeins 8,3 stig og hirti 4,7 fráköst. Þó helsti styrkur Kirilenko sé almennt álitin fjölhæfni hans og varnarleikur, er þetta tölfræði sem varla hæfir moldríkum fyrrum stjörnuleikmanni.
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira