Viðskipti innlent

Rígur um tilboð í Stork

Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að mikill rígur hafi verið á milli stærstu hluthafa Stork annars vegar og stjórnenda Stork hins vegar um framtíð félagsins. Stærstu hluthafarnir, fjárfestingarsjóðirnir Centaurus og Paulson sem saman eiga um 33 prósenta hlut í félaginu, hafa viljað skipta félaginu upp og meðal annars selja dótturfélagið Food Systems en Marel hefur sóst eftir því að kaupa það. Hluthafarnir stóru styðja  yfirtökuna og hyggjast falla frá fyrri kröfum um rannsókn á starfsemi Stork, að því er fréttaveitan Bloomberg hefur eftir forstjóra Stork. 

Candover hefur ekki á dagskrá að skipta Stork í þrjá hluta, að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu í dag. Fjárfestingasjóðirnir eru hins vegar fylgjandi skiptingunni. Sala á prentdeild félagsins er hins vegar enn á áætlun.

  

Félagið LME Holding á 11 prósenta hlut í Stork. Landsbankinn, Eyrir Invest og Marel eiga félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×