Erlent

Mikilvægar leifar af dúdúfuglinum fundnar

Eftirlíking af dúdúfuglinum
Eftirlíking af dúdúfuglinum MYND/oumnh

Nýfundnar leifar af hinum útdauða dúdúfugli gætu varpað nýju og óvæntu ljósi á þessa lítið þekktu fugla. Leifarnar fundust í helli á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fyrr í þessum mánuði. Leifarnar eru afar heilar og þær bestu sem vísindamenn hafa komist í hingað til. Fundurinn þótti svo þýðingarmikill að honum var haldið leyndum í fyrstu og fjórir verðir gættu svæðisins þangað til starfi vísindamanna lauk. Frá þessu er greint á vef Reuters.

 

Þar sem dúdúfuglinn dó út á sautjándu öld er lítið vitað um hann, en hann var ófleygur og skyldur dúfum. Fyrir utan nokkuð af steingervingum er mestöll þekking á fuglinum byggð á frásögnum og dagbókum sæfara frá fyrri tímum.

Steingervingafræðingur hjá Náttúruminjasafni Bretlands, Julian Hume, sagði að hinar nýfundnu leifar veittu þýðingarmikil DNA-sýni þar sem þær varðveittust í mikilli einangrun og eru því sérstaklega óskaddaðar.

Margt bentir til þess að stofn dúdúfuglinn hafi verið útbreiddur víða umhverfis Indlandshafið en hafi svo sest mestallur að á Máritíuseyju. Líklegt þykir er að þar hafi fuglinn tapað flughæfninni þar sem enga náttúrulega óvini var að finna við vistarverur hans.

Hume sagði að nú verði meðal annars hægt að komast almennilega að því hvenær og hvers vegna fuglinn hafi misst hæfileikann til að fljúga, og síðar, dáið út.

Heimild: Vísindavefurinn

Lesið meira um dúdúfuglinn hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×