Viðskipti innlent

Róbert og Sindri selja í Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Hann ásamt Sindra Sindrasyni, stjórnarformanni félagsins, ætlar að selja alla hluti sína í Actavis til Novator.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Hann ásamt Sindra Sindrasyni, stjórnarformanni félagsins, ætlar að selja alla hluti sína í Actavis til Novator. Mynd/Valli

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis.

Róbert á 136.732.633 hluti að nafnverði í Actavis og ætti andvirði hans að nema rúmum 12,3 milljörðum króna miðað við tilboð Novators í Actavis upp á 1,07 evrur á hlut.

Sindri á 21.658.059 hluti að nafnverði. Miðað við tilboð Novators nemur söluandvirði hlutarins tæpum tveimur milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni eru fyrirvarar samkvæmt tilboði Novator í gildi þannig að sala hlutabréfanna hefur ekki átt sér stað.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×