Metsekt fyrir samkeppnisbrot 4. júlí 2007 13:24 Neelie Kroes, yfirmaður samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, þar sem hún útlistar úrskurðinn gegn Telefonica. Mynd/AFP Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira