Erlent

Atlantis komin á endapunkt

MYND/Nasa

Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu. Ferðalag þotunnar og skutlunnar tók þrjá daga með þremur viðkomum til eldsneytistöku. Ferðalag þetta kostaði Nasa alls tvær milljónir dollara.

Nú hefst undirbúningur fyrir næstu ferð Atlantis til Alþjóðageimstöðvarinnar sem farin verður í desember á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×