Viðskipti erlent

Uppskeruhátið í tölvuleikjaheiminum

Tölvuleikja-spekúlantar setja sig nú í stellingar fyrir E3 Expo, stærstu tölvuleikjahátíð heims. Hátíðin fer fram í Santa Monica í Kaliforníu og stendur yfir dagana 11. til 13 júlí. Þar verða meðal annars kynntir tölvuleikir sem væntanlegir eru á markað og farið verður yfir helstu tíðindi í tölvuleikjaheiminum undanfarin ár.

 

Hátíðin er heldur betur umfangsmikil. Á síðasta ári tóku yfir 400 fyrirtæki þátt og 60,000 manns mættu til leiks.

Tekið skal þó fram að hátíð þessi er ekki ætluð hinum almenna tölvuleikjaneytanda, heldur sérfræðingum og fyrirmennum innan bransans. Flestir viðstaddra verða því að öllum líkindum boðsgestir.

 

Meðfylgjandi listi sýnir helstu tölvuleikina sem kynntir verða:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×