Fótbolti

Enn kært í Ítalíuskandalnum

37 manns voru í dag ákærðir fyrir þátt sinn í Ítalíuskandalnum fræga frá því í fyrra þegar enn einn dómurinn féll í málinu. Nokkrir af þeim sem kærðir hafa verið nú hafa þegar fengið refsingu og einn þeirra er Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus. Hann fékk fimm ára bann í upphaflegu réttarhöldunum en gæti nú verið að horfa á fangelsisvist.

Niðurstöður dómsins nú byggja á frekari rannsókn sem gerð var á þessu stóra og ljóta máli sem snerti deildarleiki í A- og B-deildinni leiktíðina 2004-05. Þegar frekari rannsóknum á málinu var hrundið af stað í vor óttuðust forráðamenn ítölsku félaganna að frekari refsingum yrði beitt gegn liðunum, en nú er talið ólíklegt að svo verði. Menn eins og Luciano Moggi gætu þó átt von á óskemmtilegum niðurstöðum úr rannsókninni ef marka má fréttir frá Reuters í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×