Montgomerie komst ekki áfram á Opna skoska 14. júlí 2007 15:45 NordicPhotos/GettyImages Colin Montgomerie komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu í gær og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Hann lék hringinn í gær á 74 höggum og var samtals á einu höggi yfir pari og hafnaði í 71.-88. sæti og var einu höggi frá því að komast áfram. Monty sigraði á Evrópumótaröðinni um síðustu helgi og var það fyrsti sigur hans í 19 mánuði. Það voru fleiri stór nöfn sem féllu úr keppni í gær; Retief Goosen og Trevor Immelman frá Suður-Afríku var á sama skori og Montgomerie.Frakkinn Gregory Havret og Spánverjinn Jose Manuel Lara voru með forystu eftir 36 holur á samtals 10 höggum undir pari. Havret lék á 64 höggum í gær og Lara á 65 höggum. Phil Mickelson er einu höggi á eftir, en hann lék á 68 höggum í gær. Ernie Els er á samtals 7 höggum undir pari og Sergio Garcia á 6 höggum undir pari.Þetta mót er síðasti möguleikinn fyrir Havret að spila á risamóti á þessu ári, sem hann hefur aldrei gert áður, því að sá keppandi sem endar efstur af þeim leikmönnum sem ekki eru þegar búnir að tryggja sér rétt að spila í risamóti og er einnig í einu af tíu efstu sætunum í mótinu fær þáttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Havret var einu höggi frá því að komast inn á Opna bandaríska mótið og svo endaði hann illa í síðasta móti sem gefur einnig sæti á Opna breska. Havret hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og segir hann að ein af ástæðunum sé að hann skipti um pútter ekki alls fyrir löngu. Hann sá svokallaðan magapútter og ákvað að prófa hann og hefur það gengið mjög vel síðan að pútta. Lara er hins vegar að koma tilbaka eftir að hafa meiðst illa á hæl fyrir rúmlega ári síðan. Hann gat ekkert spilað golf og reyndu sérfræðingar alls kyns aðferðir til að gera hann betri en það var ekki fyrr en hann fór í nálarstunguaðferð hjá sérfræðingi frá Kóreu að hann fór að skána. Hann getur ekki farið út að hlaupa en hann getur gengið og slegið golfbolta. Hann stefnir á sigur í mótinu sem tryggir honum sæti á stærsta og virðulegasta mótinu, Opna breska Meistaramótinu.Kylfingur.is Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Colin Montgomerie komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Opna skoska mótinu í gær og er þetta í fyrsta sinn sem það gerist. Hann lék hringinn í gær á 74 höggum og var samtals á einu höggi yfir pari og hafnaði í 71.-88. sæti og var einu höggi frá því að komast áfram. Monty sigraði á Evrópumótaröðinni um síðustu helgi og var það fyrsti sigur hans í 19 mánuði. Það voru fleiri stór nöfn sem féllu úr keppni í gær; Retief Goosen og Trevor Immelman frá Suður-Afríku var á sama skori og Montgomerie.Frakkinn Gregory Havret og Spánverjinn Jose Manuel Lara voru með forystu eftir 36 holur á samtals 10 höggum undir pari. Havret lék á 64 höggum í gær og Lara á 65 höggum. Phil Mickelson er einu höggi á eftir, en hann lék á 68 höggum í gær. Ernie Els er á samtals 7 höggum undir pari og Sergio Garcia á 6 höggum undir pari.Þetta mót er síðasti möguleikinn fyrir Havret að spila á risamóti á þessu ári, sem hann hefur aldrei gert áður, því að sá keppandi sem endar efstur af þeim leikmönnum sem ekki eru þegar búnir að tryggja sér rétt að spila í risamóti og er einnig í einu af tíu efstu sætunum í mótinu fær þáttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Havret var einu höggi frá því að komast inn á Opna bandaríska mótið og svo endaði hann illa í síðasta móti sem gefur einnig sæti á Opna breska. Havret hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og segir hann að ein af ástæðunum sé að hann skipti um pútter ekki alls fyrir löngu. Hann sá svokallaðan magapútter og ákvað að prófa hann og hefur það gengið mjög vel síðan að pútta. Lara er hins vegar að koma tilbaka eftir að hafa meiðst illa á hæl fyrir rúmlega ári síðan. Hann gat ekkert spilað golf og reyndu sérfræðingar alls kyns aðferðir til að gera hann betri en það var ekki fyrr en hann fór í nálarstunguaðferð hjá sérfræðingi frá Kóreu að hann fór að skána. Hann getur ekki farið út að hlaupa en hann getur gengið og slegið golfbolta. Hann stefnir á sigur í mótinu sem tryggir honum sæti á stærsta og virðulegasta mótinu, Opna breska Meistaramótinu.Kylfingur.is
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira