Erlent

Leki í heimsins stærsta kjarnorkuveri

Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverið
Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverið

Jarðskjálftinn sem skók Japan í nótt orsakaði leka í kjarnorkuverinu Kashiwazaki-Kariwa þar í landi. Þá kviknaði örlítill eldur en skapaði litla hættu. Slökkt hefur verið á þremur aðal rafölum kjarnorkuversins. 

Við jarðskjálftann sprakk óvirkur kjarnaofn í verinu og einn og hálfur lítri af vökva sem inniheldur geislavirk efni lak úr honum.  Vökvanum var hellt út í sjó.  Talsmaður raforkufyrirtækisins TEPCO, sem rekur kjarnorkuverið, tilkynnti fjölmiðlum að engin umhverfisspjöll hefðu orðið af völdum lekans.

Kashiwazaki-Kariwa er stærsta kjarnorkuver í heimi. 

Að minnsta kosti sjö létust og 700 slösuðust þegar jarðskjálftinn gekk yfir. Hann var um 6,8 á Richter. Skjálftinn varð klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×