Fótbolti

Forlan: Ég er enginn Torres

Forlan stóð sig vel með Villarreal
Forlan stóð sig vel með Villarreal NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár.

Forlan náði sér aldrei á strik þegar hann lék með Manchester United á Englandi á sínum tíma, en skoraði grimmt fyrir spútniklið Villarreal þann tíma sem hann var í framlínu liðsins. Hann fær nú tækifæri til að sanna sig með Atletico á næstu leiktíð, en hefur litlar áhyggjur af skugga Torres sem var markakóngur liðsins síðustu sex ár.

"Það er eðlilegt að fólk fari að bera okkur saman, en ég er mjög rólegur yfir því. Við erum ólíkir leikmenn á ólíkum tímapunkti á ferlinum. Ég hef alltaf gert mitt besta á knattspyrnuvellinum óháð því hvar ég hef verið. Atletico er stórt félag með mikla sögu og ég mun reyna allt mitt til að hjálpa liðinu bæði með mörkum og stoðsendingum," sagði Úrúgvæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×