Fótbolti

Laudrup: Villarreal verður að halda auðmýktinni

Michael Laudrup
Michael Laudrup NordicPhotos/GettyImages

Michael Laudrup, nýráðinn þjálfari spænska liðsins Villarreal, segir að félagið verði að halda þeirri auðmýkt sem einkennt hefur leik liðsins síðustu ár til að geta náð góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili.

Villarreal hefur á örfáum árum orðið eitt af bestu liðum Spánar og Laudrup veit að það er ekki auðvelt að halda sér á meðal þeirra bestu og ná stöðugleika. "Allir vita að það er erfitt að brjótast í efri helming deildarinnar fyrir félag eins og Villarreal, en það er enn erfiðara verkefni að halda sér á meðal þeirra bestu. Það verður enn erfiðara fyrir okkur á næstu leiktíð þar sem við spilum fleiri leiki og verðum með í Evrópukeppninni.

Við getum ekki leyft okkur að slaka á í einni eða annari keppni eins og hefur sýnt sig hjá öðrum liðum sem eru ekki vön að spila í Evrópu. Bikarinn og Evrópukeppnin eru þannig mikilvægar keppnir fyrir okkur - en deildin verður alltaf að hafa forgang," sagði Laudrup. Hann fær það erfiða verkefni að taka við af Bernd Schuster sem náði níunda sætinu í deildinni með liðið tvö ár í röð.

"Það góða við að taka við Getafe er það að menn hér á bæ gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að gera kröfur um að komast í Evrópukeppni eða vinna titla. Félagið er nýkomið upp á meðal þeirra bestu og við verðum að læra af því að spila í þremur keppnum á næstu leiktíð," sagði Daninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×