Garcia í vænlegri stöðu á opna breska 21. júlí 2007 19:45 NordicPhotos/GettyImages Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia er í góðri stöðu til að vinna sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir að hann lauk öðrum hringnum á opna breska meistaramótinu á tveimur höggum undir pari í dag. Hann er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokadaginn og sýndi fádæma öryggi í dag. Garcia brast í grát á þessu sama móti árið 1999 þegar hann var aðeins 19 ára og hrundi úr keppni eftir að hafa spilað fyrstu tvo hringina á 89 og 83 höggum. Garcia fékk ekki einn einasta skolla á hringnum í dag og verður að teljast afar líklegur til afreka á lokahringnum á morgun. Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum inn í hóp efstu manna í dag og tryggði sér annað sætið með því að leika á 64 höggum í dag og jafna vallarmetið. Hann er þremur höggum á eftir Garcia á sex undir pari. Sjö kylfingar, þar á meðal Earni Els og Chris DiMarco, eru svo í þriðja sætinu á þremur undir pari. Tiger Woods er að leika á einu undir pari og á veika von um að ná þriðja titlinum í röð á opna breska.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira