Erlent

Enn leitað að lífi á Mars

Ómannað könnunarfar á vegum Nasa, Phoenix, tókst á loft frá Flórída í dag og heldur nú í níu mánaða ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Þar er fyrirhuguð leit að mögulegu lífi á plánetunni, nú eða fyrr. Enn er allt á huldu hvort líf þrífist eða hafi þrifist á Mars.

Stefnt var að því að skjóta farinu á loft í gær en veður tafði undirbúningsvinnu.

 

Phoenix er útbúið 2,4 metra löngum armi sem ætlað er að grafa eftir vatni. Ef óyggjandi merki finnast um að vatn hafi runnið um jarðveg Mars stóraukast líkurnar á að örlíf geti þrifist þar. Vísindamenn telja að á norðlægum slóðum Marss sé mikið frosið vatn að finna í efri lögum jarðvegarins.

Ef allt fer að óskum ætti farið að lenda á Mars í maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×