Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn býr til stuðpúða

Evrur.
Evrur.

Evrópski seðlabankinn hefur opnað pyngjur sínar og boðist til að lána evrópskum fjármálastofnunum allt að 95 milljarða evra, jafnvirði um 8.300 milljarða íslenskra króna, til að mýkja áhrifin af harðri lendingu vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Mörg lánafyrirtæki sem hafa haldið úti starfsemi í Bandaríkjunum hafa orðið illa úti vegna samdráttarins.

Fasteignalánamarkaðurinn sem um ræðir er allsérstæður en hann nær einungis til fólks með slæmt lánshæfi og hefur lent á svörtum lista almennra lánastofnana.

Samdráttur varð á þessu lánamarkaði í Bandaríkjunum á vordögum vegna mikilla vanskila og hafa lánafyrirtæki lent í miklum hremmingum vegna þessa bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Með aðgerðum sínum vill evrópski seðlabankinn hins vegar koma í veg fyrir að áhrifanna gæti í evrópsku efnahagslífi en til viðlíka aðgerða hefur ekki verið gripið síðan eftir hryðjuverkaárásirnar í New York í Bandaríkjunum árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×