Erlent

Endeavour lögð af stað

Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust.

Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimför af fjórum sem Nasa hefur áætlað á þessu ári.



Sjö manna áhöfn er um borð. Þeirra á meðal er fyrrverandi kennarinn Barbara Morgan, sem var staðgengill Christa McAuliffe sem lést þegar Challenger ferjan fórst árið 1986.

Ætlunarverk Endeavour er að betrumbæta geimstöðina sem á að vera tilbúin fyrir árið 2010. Þrjár geimgöngur eru fyrirhugaðar utan á stöðinni.

Endeavour hefur ekki tekist á loft síðan Columbia geimferjan fórst með sjö manna áhöfn árið 2003. Skutlan hefur gengist undir miklar endurbætur frá síðasta flugi. Fulltrúar Nasa segja hana eiginlega alveg nýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×