Erlent

Íslaust Norðurheimskaut árið 2040

Ísleysið kemur sér illa fyrir ísbirni.
Ísleysið kemur sér illa fyrir ísbirni.
Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×