Brian Adams, sem gerði garðinn frægann í bandarískri fjölbragðaglímu á árum áður, fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 43 ára. Alls hafa því 108 bandarískir glímukappar látist fyrir aldur fram á 10 árum.
Lögreglan í Tampa í Bandaríkjunum segir að eiginkona Adams hafi komið að manni sínum látnum. Krufning hefur ekki farið fram en glímukappar í bandaríkjunum hafa löngum verið bendlaðir við notkun ólöglegra steralyfja.
Ofnotkun á þeim lyfjum er talinn helsta ástæða þess að svo margir glímukappar látast langt fyrir aldur fram.